Safnaðarstarf í Njarðvíkurprestakalli 9. til og með 14. maí 2015

Ytri-Njarðvíkurkirkja.

Guðsþjónusta 10. maí  kl.11. Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir.

Spilakvöld aldraðra og öryrkja  7. maí  kl.20. Síðasta skiptið á þessu vori. Umsjón hafa Ástríður Helga Sigurðardóttir og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Stefán Helgi Kristinsson organisti leikur á orgel kirkjunnar við helgistund fyrir samveruna.

 

Njarðvíkurkirkja. (Innri-Njarðvík). 

Guðsþjónusta 14. maí  (Uppstigningardagur) kl.11. Barn borið til skírnar. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Meðhjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *