Fyrirbænir og bænastundir í Njarðvíkurprestakalli

 

Flestir ef ekki allir trúaðir eiga sér eitthvað bænalíf sem þau stunda í ró og kyrrð á þeim stað sem þau finna fyrir nærveru Guðs. Bænalíf er mikilvægt og við sem njótum þess að vera í bæn vitum hvað þetta færir okkur sem og þeim sem við biðjum fyrir. Það getur einnig verið gott að eiga bænasamfélag þar sem við upplifum að við séum bæði gefendur og þiggjendur í bæninni. Að mæta í messu eða taka þátt í safnaðarstarfi kirknanna getur verið góð leið til að næra bænalíf sitt. Það eru ekki allir sem eru tilbúnir eða haf tök á að nýta þessar leiðir og okkur langar að bæta við möguleikum fyrir þau sem hafa áhuga á að styrkja bænalíf sitt.

Við ætlum að hafa bænastundir í bæði Ytri-Njarðvíkurkirkju og Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) þar sem hægt verður að setjast í kyrrð og ró undir rólegri tónlist og vera í bæn. Byrjað verður á að lesa stuttan bænatexta/hugleiðingu og svo lesin upp nöfn sem hafa verið skráð í fyrirbænabókir sem verða til staðar í kirkjunum. Hægt er að koma á opnunartíma kirknanna og skrá nöfn þeirra í fyrirbænabókina sem þið viljið að beðið sé fyrir í þessum bænastundum.

5dab6ee9750f56d4f10b7b1ab6b71886

Við erum einnig búin að opna fyrir netfang sem hægt er að senda á okkur fyrirbænir ykkar. Þar getið þið sent okkur fyrirbænir og nöfn þeirra sem þið viljið að við biðjum fyrir. Netfangið er fyrirbaenir@njardvikurkirkja.is. Fyllsta trúnaðar verður gætt.

Hægt er að óska eftir því í tölvupóstinum að setja nöfn þeirra sem beðið er fyrir í bænbókina. Þau nöfn verða svo lesin upp í byrjun bænastundarinnar og fólk beðið um að hafa þau með í bænum sínum.

Öllum er frjálst að koma og njóta þeirrrar verndar og nærveru sem þessar stundir fela í sér.

Bænastundirnar verða á eftirfarandi tímum út ágústmánuð. (Við byrjum þriðjudaginn 1. ágúst)
Ytri-Njarðvíkurkirkja – Þriðjudagar klukkan 12:10 til 13:10.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) – Þriðjudagar klukkan 20:00 til 21:00.

Ykkur er frjálst að koma og fara að vild en biðjum ykkur um að virða þá kyrrð og ró sem fylgir bænastundinni.

Umsjónarmaður er Pétur Rúðrik Guðmundsson

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *