Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga á Suðurnesjum

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Sunnudaginn 10. september kl. 20 verður haldin kyrrðarstund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Kyrrðarstundin inniheldur hugljúfa tónlist, hugleiðingu, bæn, reynslusögu aðstanenda og tendrun ljósa í minningu þeirra sem farin eru á undan. Um stundina halda prestarnir Brynja Vígdís, Erla og Sigurður Grétar.

Boðið verður uppá kaffi og samtal áður en heim er haldið.

https://www.facebook.com/events/122401398487314/

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *