Njarðvíkurprestakall – Starfið að hefjast!

Núna er starfið að hefjast hjá okkur og hlökkum við til að sjá ykkur öll hress og kát á nýju starfsári.

Vinavoðir hefjast miðvikudaginn 13. september og eru frá 11:00 til 14:00 alla miðvikudaga.
Nánar um Vinavoðir

Spilakvöld eldri borgara og öryrkja hefjast fimmtudaginn 14. september kl:20:00. Umsjón hefur Lionsklúbbur Njarðvíkur og Pétur Rúðrik Guðmundsson. Byrjað er á helgistund sem prestar prestakallsins annast og Stefán Helgi Kristinsson organisti leiðir söng.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Fyrir áramót verður síðan spilað á eftirfarandi dögum:
13. og 28. september
12. og 26. október
9. og 23. nóvember
3. og 20 desember

Fermingarfræðsla hefst á miðvikudaginn 13. september.

Fræðslan fer fram alla miðvikudaga sem hér segir:
Staðsetning er í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl: 14:00-15:00 og svo frá 16:00-17:00.
Staðsetning er í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju sem er í Innri-Njarðvík kl: 15:00-16:00.

Hver ofangreind fræðslustund er um eina klukkustund og þurfa börnin að mæta í einn fræðslutíma af þremur á hverjum miðvikudegi eftir því sem hentar þeim hverju sinni.

Foreldramorgnar hefjast þriðjudaginn 19. september og eru þeir staðsettir í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík frá 10:30 til 12:00.

Umsjón með foreldramorgnum er hún Emilía Óskarsdóttir og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Með vinsemd og virðingu
Starfsmenn Njarðvíkurprestakalls

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *