Skemmtidagur Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) – Sunnudaginn 22. október

Við minnum á skemmtidag Njarðvíkurkirkju á sunnudaginn 22. október.

Á eftir hefðbundnum Sunnudagaskóla þá er gestum og gangandi velkomið að þiggja kaffi í safnaðarheimilinu þar sem starfsfólk og aðilar sóknarnefndarinnar taka á móti ykkur.

Allir velkomnir og við hvetjum sérstaklega íbúa sóknarinnar til að koma og njóta dagsins með okkur.

Það verða hoppukastalar á staðnum og svo æltum við að grylla pyslur handa þeim sem eru svangir. Síðan ef þátttakan er næg, ætlum við að henda í einn ratleik.

Sunnudagaskólinn byrjar klukkan 11:00 og verðum við á staðnum til 15:00.

Sjáumst hress og kát á morgun sunnudag 22. október.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *