Safnaðarstarf í Njarðvíkurprestakalli 11-18 desember

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Jólaball 16. desember kl.11. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn sem á heima í fjallinu Keili mætir í kirkjuna. Hann gefur öllum börnum eitthvað gott til að hafa með sér heim.

Aðventusamkoma  16. desember kl.17.  Magni Ásgeirsson söngvari syngur nokkur lög af nýrri plötu í bland við jóla- og aðventulög.  Börn frá Leikskólanum Hjallatúni sýna  helgileik. Eldey kór eldri borgar syngur nokkur lög sem og Vox Felix kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja en stjórnandi þeirra er Arnór Vilbergssosn.  Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista.  

Kirkjukór Njarðvíkur.  Æfingar á þriðjudögum  kl. 19.30.  Nýtt söngfólk ávallt velkomið

Kirkjuprakkarar Njarðvíkur.  Barnastarf  fyrir  6-9 ára  miðvikudaginn  12. desember kl. 16. 30.Umsjón hafa María, Heiðar og Stefán organisti.

Æskulýðsstarf  Njarðvíkurkirkna fyrir 10 ára og eldri  miðvikudaginn   12. desember kl. 17. 30.  Í umsjá Maríu, Heiðars og Stefáns organista.

Foreldramorgun fimmtudaginn  13. desember  kl.10.30-12.  Umsjón hefur Aðalheiður Níelsdóttir.

Fermingarfræðsla fyrir börn er sækja  Njarðvíkurskóla mánudaginn  17. desember  kl.16. Sameiginleg æfing fermingarbarna fyrir helgileik sem fer fram á aðfangadag kl.23.30.

Njarðvíkurkirkja. (Innri-Njarðvík)

Jólaball 16. desember kl.11. sem fer fram i Ytri-Njarðvíkurkirkju. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn kemur í heimsókn.

Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn    11. desember  kl.10.30. Umsjón hefur Bryndís Gísladóttir.

Kirkjukór Njarðvíkur.  Æfingar á þriðjudögum kl.19.30. í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Nýtt söngfólk ávallt velkomið.

Spilavist í safnaðarheimilinu  þriðjudaginn  4. desember  kl.20.

Barnastarf  í Akurskóla fimmtudaginn  13. desember  kl.17.30.  Yngri deild KFUM og KFUK. 5-7 bekkur.

Fermingarfræðsla barna er sækja  Akurskóla  verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju  mánudaginn  17.desember kl.16. Æfing fyrir helgileik sem fer fram 24.desember kl.23.30.

Spilavist í safnaðarheimilinu  þriðjudaginn 18 .  desember  kl.20.

 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *