Vinavoðir

26 apr. 2017 - 11:00

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Við höfum sett af stað nýtt starf sem heitir Vinavoðir.

Þetta starf byrjaði hér á landi í Lindakirkju (http://www.lindakirkja.is) og byggir á hugsjón Prayer Shawl Ministries í Bandaríkjunum þar sem fjöldi handavinnuhópa hefur verið stofnaður til að prjóna og hekla sérstök bænasjöl.

Með bænasjölunum fylgir bænavers og eru þau gefin þeim sem þurfa á hlýju og kærleika að halda inn í líf sitt.

Vinavoðir hittast í Ytri-Njarðvíkurkirkju á miðvikudögum klukkan 11:00-14:00. Fundirnir hefjast með stuttri bæn og svo er hafist handa við að hekla eða prjóna.

Það er von okkar að þetta starf færi blessun inn í líf þeirra sem bæði þiggja sjölin sem og þau sem gefa vinnu sína við að prjóna/hekla það.

Við þiggjum gjarnan garn ef einhver vill losa sig við afganga eða færa hópnum.

Það eru allir velkomnir.

Með vinsemd og virðingu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *