Vinavoðir – Breyttur tími 10:30 til 13:30

Vegna fermingarfræðslunnar höfum við ákveðið að byrja fyrr á miðvikudögum með Vinavoðir. Við byrjum klukkan 10:30 og verðum til 13:30.

Allir velkomnir.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Ytri-Njarðvíkurkirkja – Fjölskyldu guðsþjónusta 17.sept. kl.11:00

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Fjölskyldu guðsþjónusta 17. septeber  kl.11. Séra Baldur Rafn Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista.

Meðhjálpari  Pétur Rúðrik Guðmundsson.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Njarðvíkurprestakall – Starfið að hefjast!

Núna er starfið að hefjast hjá okkur og hlökkum við til að sjá ykkur öll hress og kát á nýju starfsári.

Vinavoðir hefjast miðvikudaginn 13. september og eru frá 11:00 til 14:00 alla miðvikudaga.
Nánar um Vinavoðir

Spilakvöld eldri borgara og öryrkja hefjast fimmtudaginn 14. september kl:20:00. Umsjón hefur Lionsklúbbur Njarðvíkur og Pétur Rúðrik Guðmundsson. Byrjað er á helgistund sem prestar prestakallsins annast og Stefán Helgi Kristinsson organisti leiðir söng.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Fyrir áramót verður síðan spilað á eftirfarandi dögum:
13. og 28. september
12. og 26. október
9. og 23. nóvember
3. og 20 desember

Fermingarfræðsla hefst á miðvikudaginn 13. september.

Fræðslan fer fram alla miðvikudaga sem hér segir:
Staðsetning er í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl: 14:00-15:00 og svo frá 16:00-17:00.
Staðsetning er í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju sem er í Innri-Njarðvík kl: 15:00-16:00.

Hver ofangreind fræðslustund er um eina klukkustund og þurfa börnin að mæta í einn fræðslutíma af þremur á hverjum miðvikudegi eftir því sem hentar þeim hverju sinni.

Foreldramorgnar hefjast þriðjudaginn 19. september og eru þeir staðsettir í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík frá 10:30 til 12:00.

Umsjón með foreldramorgnum er hún Emilía Óskarsdóttir og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Með vinsemd og virðingu
Starfsmenn Njarðvíkurprestakalls

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga á Suðurnesjum

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Sunnudaginn 10. september kl. 20 verður haldin kyrrðarstund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Kyrrðarstundin inniheldur hugljúfa tónlist, hugleiðingu, bæn, reynslusögu aðstanenda og tendrun ljósa í minningu þeirra sem farin eru á undan. Um stundina halda prestarnir Brynja Vígdís, Erla og Sigurður Grétar.

Boðið verður uppá kaffi og samtal áður en heim er haldið.

https://www.facebook.com/events/122401398487314/

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Njarðvíkurkirkja – Guðsþjónusta 10. september kl: 11:00

Njarðvíkurkirkja

Guðsþjónusta 10. septeber  kl.11. Séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista.

Meðhjálpari  Pétur Rúðrik Guðmundsson.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd