Utanbókarlærdómur
Kennsluefnið sem við notum:
- Líf með Jesú
- AHA
- Kennslumyndbönd
- Sálmabókin
- Biblían
- Kirkjulykill
Í kennslustundum notum við bækurnar Líf með Jesú og AHA. Við fjöllum m.a um Biblíuna, bænina, sorg og gleði, sjálfsmyndina, þakklæti, fyrirgefningu, sköpun, umhvernisvernd, trú og efa, hátíðir kristinnar kirkju, altarissakramentið, jafnrétti, mannréttindi, þróunarhjálp og fleira. Undir lok fermingarfræðslunnar í vor, sendum við heim könnun úr efni vetrarins og hvetjum við fjölskylduna til að hjálpast að við að leysa hana. Við það má nota kennslubækurnar, netið og hvað sem þarf til að svara spurningunum.
Skoðið endilega þessa síðu hér fermingarfræðsla.is (fermingarfraedsla.is), en þar er hægt að hlusta á trúarjátninguna lesna sem og faðir vor og sitthvað fleira.
Sumum finnst auðveldara að muna myndrænt og hér er skemmtileg aðferð truarjatning_og_bodordin.pdf (lindakirkja.is) til þess að læra trúarjátninguna og boðorðin tíu.
Faðir vor Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.
Litla Biblían
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn einkason, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
(Jóh.3.16)
Gullna reglan
Jesús sagði: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera”.
(Matt. 7:12).
Trúarjátningin:
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn,
sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju,
samfélag heilagra,fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins og eilíft líf.
Boðorðin 10.
1. Ég er Drottinn, Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
5. Þú skalt ekki mann deyða.
6. Þú skalt ekki drýgja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á.
Sæluboðin eru í Matt. 5.3-10. og hefjast svo: Sælir eru.....
Son Guðs ertu með sanni,
sonur Guðs, Jesús minn,
son Guðs, syndugum manni
sonar arf skenktir þinn,
son Guðs einn eingetinn,
syni Guðs syngi glaður
sérhver lifandi maður
heiður í hvert eitt sinn.
(Hallgrímur Pétursson (Ps. 25) ( Sálmur no. 56)
Bænir:
Ég þakka þér, Guð minn, að ég er skírður og þú kallaðir mig til eilífs samfélag við mig.
Drottinn Jesús Kristur, lít til mín í dag og sendu mér anda þinn að gera það sem þú vilt að ég geri og samkvæmt þínum vilja.
Góði Guð, láttu mig heyra þig hvísla í blíðum vindblænum.
Algóði faðir á himnum, við þökkum þér að þú tengir okkur saman.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Sb. 1945 - Matthías Jochumsson, Sálmur no. 511)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Sb. 1945 - Hallgrímur Pétursson, Sálmur no. 512)