Njarðvíkurprestakall
Njarðvíkurprestakall tilheyrir Kjalarnesprófastdæmi. Þrjár kirkjur eru í Njarðvíkurprestakalli, þ.e. Njarðvíkurkirkja í Innri Njarðvík, Ytri Njarðvíkurkirkja og Kirkjuvogskirkja í Höfnum.
Njarðvíkurkirkja hefur staðið í margar aldir í Innri-Njarðvík. Sú kirkja sem þar er nú var reist 1884-86, var hún vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar. Verkinu stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni. Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.
Njarðvíkurkirkja hefur staðið í margar aldir í Innri-Njarðvík. Sú kirkja sem þar er nú var reist 1884-86, var hún vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar. Verkinu stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni. Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.
Ytri-Njarðvíkurkirkja var vígð á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl árið 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hún er 400 fermetrar að grunnfleti og undir henni er 108 fermetra kjallari. Kirkjuskip rúmar 230 manns í sæti en safnaðarsalur, sem opnanlegur er inn í kirkjuskipið, rúmar 100 manns.
Kirkjuvogskirkja var útkirkjusstaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum. Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað frá Hvalsnesi. Kirkja í Kirkjuvogi var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Í illviðrinu mikla í ársbyrjum 1799 skemmdist kirkjuhúsið mikið.
Núverandi Kirkjuvogskirkja var byggð árin 1860-61. Vilhjálmur Kr. Hákonarson lét byggja kirkjuna á sinn kostnað. Sagt er að hún hafi kostað 300 kýrverð. Hún er timburkirkja og var upphaflega bikuð að utan með hvítum gluggum. Löngu síðar var hún svo múrhúðuð að utan og ljósmáluð. Á árunum1970-72 var kirkjan endurreist frá grunni og færð til upprunalegs horfs undir umsjón þjóðminjasafns.
Núverandi Kirkjuvogskirkja var byggð árin 1860-61. Vilhjálmur Kr. Hákonarson lét byggja kirkjuna á sinn kostnað. Sagt er að hún hafi kostað 300 kýrverð. Hún er timburkirkja og var upphaflega bikuð að utan með hvítum gluggum. Löngu síðar var hún svo múrhúðuð að utan og ljósmáluð. Á árunum1970-72 var kirkjan endurreist frá grunni og færð til upprunalegs horfs undir umsjón þjóðminjasafns.