Vatnaskógur
Fermingarferðalag í Vatnaskóg 20.- 22.október 2024
Gert er ráð fyrir öllum fermingarbörnum í Vatnaskógarferðina þar sem hún er stór liður fermingarfræðslunnar.
Ekki þarf að skrá sérstaklega í ferðina, greiðsla Vatnaskógsgjalds jafngildir skráningu.
Foreldrar/forráðafólk er beðið að senda tölvupóst á prestana ef börnin hyggjast ekki fara í Vatnaskóg.
Skólarnir fá tilkynningu um ferðina en það er í höndum foreldra/forráðafólks að biðja um leyfi frá skóla fyrir börn sín.
Heimsókn í Vatnaskóg skipar sérstakan sess í fræðslunni en leitun er að skemmtilegri stað til að dvelja á.
Aðstaðan á staðnum er með besta móti með íþróttasal auk ágætra svefnskála og útisvæði sem býður upp á leik og fræðslustundir bæði innandyra og utan.
Lagt er af stað frá Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 20.október kl.14:00.
Dvölin stendur yfir í tvo sólarhringa og er komið heim þriðjudaginn 22.október um kl.14.30-15.00, tilkynnt á facebook hóp þegar lagt er af stað heim frá Vatnaskógi.
Börnin taki með sér :
- Svefnpoka eða sæng, kodda og lak
- Hlý föt fyrir útiveru (regnföt og stígvél, hlýfðarfatnað)
- Föt til skiptanna (nægir sokkar)
- Íþróttaföt (innanhússkór ef til eru)
- Náttföt
- Tannbursta, tannkrem og sápu
Ekki er leyfilegt að taka með síma eða tölvur.
Ef fermingarbörnin óska eftir að hringja í heim þá hringja þau úr símum prestanna.
Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum þessum séu þau með í farangri.
Auk þess er ekki leyfilegt að taka með gos, orkudrykki, sælgæti eða rafrettur.
Gjaldið í Vatnaskóg er 16.500 kr en upphæðin nemur 27.500 kr ef foreldrar/forráðafólk eru utan Þjóðkirkju.
Kröfur eru sendar í heimabanka á það foreldri sem er skráð sem „foreldri 1“ við skráningu í fermingarfræðslu.
Ef börnin taka inn lyf, þá skulu þau að berast prestunum í sérmerktum umbúðum með nafni barns.
Búi barn við sérþarfir af einhverjum toga er afar mikilvægt að þær upplýsingar berist prestum. Sama á við um aðrar upplýsingar sem talið er mikilvægt að prestar séu upplýstir um.
Sr. Baldur – [email protected]
Sr. Brynja Vigdís – [email protected]
Sr. Helga – [email protected]
Hér fyrir neðan eru tillögur að nauðsynlegum farangri:
|
Gullna reglan |
Umgengnisreglur í Vatnaskógi Allir eiga að njóta dvalarinnar Við leggjum okkur fram um að vera góðir félagar og sýnum tillitssemi í samskiptum. Þeir sem vísvitandi reyna að eyðileggja dvölina fyrir öðrum eru sendir heim. Allir taka þátt Allir þátttakendur taka þátt í öllum dagskrárliðum námskeiðsins nema annað sé tekið fram. Allir ganga vel um. Við göngum vel um húsnæði og eigur Vatnaskógar. Sá sem vísvitandi veldur tjóni þarf að bæta það. Óheimilt er að fara inn og út um glugga. Bátarnir Bátar eru lánaðir ef veður leyfir og um þá gilda reglur sem kynntar eru á staðnum.
|