Messusókn
Fermingarbörn sækja 10 guðsþjónustur yfir veturinn.
Heimilt er að sækja guðsþjónustu hjá öðrum kirkjun en þá þurfa þau að annaðhvort fá stimpil og dagsetningu á miða eða sjálfu með prestinum.
Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er guðsþjónusta í Njarðvíkurkirkju (innri) kl. 11:00
Aðra sunnudaga er guðsþjónusta kl 17:00 í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Börnin láta merkja við sig hjá kirkjuverði í lok messu. Heimilt er að skrá ekki mætingu ef mikill ófriður er.
Tvær mætingar í æskulýðsfélagi geta komið í stað einnar messumætingar. Börnin fá í mesta lagi 3 messumætingar fyrir mætingu í æskylýðsfélag.
Leiðtogar í unglingastarfi sjá um að skrá mætingu í unglingastarfi.
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn brýni fyrir börnum sínum að umgangast kirkjuna og athafnir kirkjunnar af nærgætni og af virðingu við aðra sem til guðsþjónustu koma, hvort heldur sem er almenn guðsþjónusta eða barnaguðsþjónusta.
Foreldar/forráðmenn eru eindregið hvattir til að fylgja börnum sínum í guðþjónustur!