Skráning og fyrirkomulag
Vinsamlegast skráið fermingarbarnið í fermingarfræðsluna hér og fyllið út í alla liði. Netfangið sem skráð er inn, flyst sjálfkrafa á póstlista kirkjunnar og munu prestar kirkjunnar nota þann lista sem upplýsingaveitu inn á heimili fermingarbarna í vetur. Mikilvægt er að tilgreina prestum kirkjunnar ef foreldrar hafa ekki netfang.
Fræðslan er í höndum presta Njarðvíkurprestakalls og geta foreldrar og fermingarbörn snúið sér til þeirra ef spurningar vakna eða ef eitthvað þarf að ræða. Kostnaður fyrir fræðsluna, skv. gjaldskrá innanríkisráðuneytisins er kr. 21.830,- . Helmingur greiðist 1. nóvember en hinn helmingurinn 1. mars. Reikningur er sendur í heimabanka. Fólk er beðið um að hafa samband við prestana ef erfiðleikar eru með greiðslur. Fermingarbörnin þurfa m.a. að:
|